Í ljósi alls þess sem gerst hefur með Tryggingarsjóð innistæðueigenda og þá risavöxnu ábyrgð sem hann hefur nú tekist á hendur er fróðlegt að kynna sér hvernig umræður um þessi lög voru á þingi þegar þau voru sett árið 1999. Látið hefur verið að því liggja að við höfum innleitt þessa reglugerð hugsunarlaust. Engu að síður urðu nokkrar umræður um málið á sínum tíma og maður veltir því t.d. fyrir sér hvort einhverjum þingmanni hafi dottið í hug á þeim tíma að að það gæti orðið allsherjarhrun sem sjóðurinn þyrfti að taka ábyrgð á?
Merkilegt nokk þá var slík atburðarrás rædd við setningu laganna og raunar voru ýmsar hugmyndir settar fram um hver hámarksábyrgð sjóðsins ætti að vera.
Guðmundur Árni Stefánsson þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar spurði t.d. hvernig yrði tekið á því „ef svo færi að stórar innlánsstofnanir á borð við Búnaðarbankann eða Landsbankann lentu í greiðsluerfiðleikum, nálguðust gjaldþrot, og að þeir sjóðir sem eru lagðir til stæðu ekki nægilega sterkir til þess að rétta hlut þeirra sem eiga fjármagn í þessum bönkum.“
Þáverandi viðskiptaráðherra Finnur Ingólfsson varð til svara og segir m.a. í svari sínu: „...ef sjóðurinn getur ekki staðið fullkomlega undir öllum skuldbindingum, þá er gert ráð fyrir því að allir þeir sem eiga 1,7 millj. kr. inni í viðkomandi fyrirtæki, viðkomandi bankastofnun, fái það að fullu greitt. En síðan greiddist það sem umfram það er og eftir stæði hjá sjóðnum hlutfallslega ofan á þá upphæð. Þetta er reglan sem sett er. Síðan er gert er ráð fyrir því hvað sjóðurinn þurfi að vera með af peningum hverju sinni og hvað hann eigi að vera með hverju sinni til ráðstöfunar miðað við stærð kerfisins. Og vonandi lendum við ekki í allsherjar stóru gjaldþroti.“
Stundum gerist það sem enginn á von á.
Fleiri tjáðu sig um málið. Jóhanna Sigurðardóttir – þá óbreyttur þingmaður, nú forsætisráðherra – tók til máls í umræðum og sagði m.a.:
„Það er auðvitað margt núna í bankakerfinu sem veldur ákveðnum áhyggjum og sem kallar á það að við höfum hér öflugan tryggingarsjóð sem getur staðið undir því að mæta skakkaföllum í bankakerfinu. Að vísu er það svo ef hér verður eitthvað mikið bankahrun líkt og varð í Noregi fyrir um tíu árum þegar norski ríkissjóðurinn þurfti að koma til móts við það mikla bankahrun sem þar varð með 50 milljörðum kr., þá er þetta hvergi nærri nóg sem við erum hér að leggja til. Auðvitað vonar maður að svo fari ekki hér.“
Jóhanna, ásamt Ögmundi Jónassyni og Margréti Frímannsdóttur mælti raunar fyrir ákveðinni breytingartillögu við frumvarpið.
Hún gekk út á að þetta hámark – 20 þús. evrur, sem þá var reiknað sem 1,7 milljón krónur – myndi ekki eiga við um einstaklinga og innistæður þeirra heldur yrðu þær bættar að fullu. Kröfur lögaðila og kröfur einstaklinga vegna tryggðra verðbréfa myndu hins væru hins vegar tryggðar að fullu upp að 20 þús. evrum en umfram það bættar hlutfallslega.
Eða eins og Jóhanna orðaði það sjálf:
„Hér er sem sagt lagt til að full tryggingavernd sé hjá þeim sem eiga innstæður sínar í innlánsstofnunum og bönkum, þannig að þeir geti verið rólegir hvað sem á dynur, hvaða skakkaföll sem verða í bankakerfinu, þá munu þeir að fullu og öllu fá sínar innstæður greiddar.“
Ef þessi breytingartillaga hefði verið samþykkt hefðum við legið laglega í því með ekkert hámark á innistæðum. Þá hefði íslenska ríkið varla getað staðið á því að takmarka endurgreiðslurnar við 20 þúsund evrur, þar sem við hefðum ekki haft neitt slíkt hámark í lögunum sjálf.
Þetta gat auðvitað enginn séð fyrir á sínum tíma og flutningsmönnum tillögunnar gekk það auðvitað ekki til að auðvelda útrásarfyrirtækjum að laða að fjármagn sem íslenska þjóðin þyrfti svo að bæta með himinháum greiðslum. En svona verða lagaákvæði oft til og ýmis konar réttindi eru veitt sem síðar geta snúist upp í andhverfu sína.
þriðjudagur, 9. júní 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Harrah's Cherokee Casino and Hotel - Mapyro
Harrah's Cherokee 구미 출장샵 Casino and Hotel is located in Cherokee, 경산 출장안마 North Carolina. The 대전광역 출장안마 casino offers slot machines, table 고양 출장안마 games, live 구미 출장샵 entertainment,
Skrifa ummæli