Það hefur verið vitað lengi að endurfjármögnun bankanna myndi vera erfið þetta árið. Þar kemur til að menn höfðu spennt bogann hátt undanfarin ár og þurfa að standa í skilum núna. Á móti kemur að Glitnir hafði lýst því yfir að fjármögnun bankans út árið 2009 væri tryggð - það kom fram í sumar eftir að uppgjör fyrir annan ársfjórðung var kynnt. Eftir að fjöldagjaldþrot stærstu fjármálafyrirtækja heims riðu yfir og hamfarir á alþjóðlegum fjármálamarkaði hófust þá hafa aðstæður breyst. Bankinn lendir því skyndilega í miklum vanda og leitar til ríkisins og Seðlabankans um aðstoð.
Inngrip ríkisins í atvinnulífið eiga almennt ekki rétt á sér en í þessu tilfelli held ég að svo hafi verið. Glitnir er í öllum aðalatriðum sterkur og vel rekinn banki og vandinn snýr fyrst og fremst að endurfjármögnuninni og hinum erfiðu aðstæðum sem nú eru uppi. Hlutur ríkisins verður svo seldur þegar um hægist og það er ekki ólíklegt að verðmæti þess hlutar verði töluvert meira en kaupvirðið nú og sú áhætta sem ríkið tekur kunni að borga sig til lengri tíma litið. Með þessu er staðinn vörður um bankann og starfsemi hans, innistæður viðskiptavina bankans og hagsmuni hluthafanna, sem eru um 11 þúsund talsins samkvæmt því sem fram kemur á vef bankans. Stjórnarformaður bankans telur að hagsmunir hluthafanna séu fyrir borð bornir með þessu en það má velta því fyrir sér hvernig staðan hefði verið ef bankinn hefði farið á hliðina. Þá hefðu ansi margir setið eftir með verðlausar eignir.
Fram hefur komið í fjölmiðlum að helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa lýst sig samþykkan þessari aðgerð og að þeir hafi verið látnir vita fyrirfram. Engu að síður gagnrýna ýmsir að þingið hafi ekki tekið þetta fyrir, ég sé að ritstjóri Eyjunnar kallar það konunglegt klúður.
Staðreyndin er einfaldlega sú að ef menn ætluðu að bregðast við á annað borð varð það að gerast hratt. Átti að kalla saman þing í gær til þess að fjalla um lausafjárvandræði Glitnis? Hefðu þá umræður um þetta átt að malla fram eftir viku á meðan fyrirtækið færi í þrot? Það sjá allir að þetta gengi ekki. Staða Glitnis var þannig að það varð að bregðast við strax og ganga frá málum eins fljótt og kostur var.
Í Bandaríkjunum hefur þingið haft til umfjöllunar 700 milljarða dollara fjárveitingu til að leysa fjármálakerfið úr vanda og endaði á að fella hana núna í dag. Það er aftur á móti grundvallarmunur á þessu tvennu - Bandaríkjamennirnir eru að fjalla um almennar aðgerðir til þess að taka á vandanum á meðan ríkisstjórnin hérna heima var að bjarga einstökum banka úr vandræðum sem varð að gerast strax ef aðgerðin átti á annað borð að virka.
mánudagur, 29. september 2008
miðvikudagur, 24. september 2008
Virkjanir í einkarekstur
Helgi Hjörvar setur fram góða hugmynd í Morgunblaðinu í dag - að ríkið selji í afmarkaðan tíma rekstur virkjana Landsvirkjunar sem útvega rafmagn til stóriðju. Auðlindin og virkjunin yrði þá áfram í eigu ríkisins en reksturinn seldur tímabundið.
Þetta losar um verðmæti fyrir ríkið og færir fjármagn inn í landið. Þetta yrði afmarkað við að selja rekstur þeirra virkjana sem sjá stóriðju fyrir rafmagni þannig að orkusala til almennings sé undanskilin.
Ríkissjóður ætti að losa sig út úr rekstri víðar en í orkugeiranum. Íslandspóstur er augljóst dæmi um fyrirtæki í eigu ríkisins sem ætti að selja. Sömuleiðis ætti ríkið að afnema einkarétt Íslandspósts á póstdreifingu hið fyrsta í stað þess að bíða til ársins 2011, eins og til stendur.
Keflavíkurflugvöllur er annað fyrirtæki sem væri kjörið að koma í hendur einkaaðila og myndi losa mikla fjármuni.
Þetta losar um verðmæti fyrir ríkið og færir fjármagn inn í landið. Þetta yrði afmarkað við að selja rekstur þeirra virkjana sem sjá stóriðju fyrir rafmagni þannig að orkusala til almennings sé undanskilin.
Ríkissjóður ætti að losa sig út úr rekstri víðar en í orkugeiranum. Íslandspóstur er augljóst dæmi um fyrirtæki í eigu ríkisins sem ætti að selja. Sömuleiðis ætti ríkið að afnema einkarétt Íslandspósts á póstdreifingu hið fyrsta í stað þess að bíða til ársins 2011, eins og til stendur.
Keflavíkurflugvöllur er annað fyrirtæki sem væri kjörið að koma í hendur einkaaðila og myndi losa mikla fjármuni.
þriðjudagur, 23. september 2008
Stækkunarstjórinn stendur undir nafni
Kom einhverjum á óvart að stækkunarstjóri ESB myndi telja stækkun sambandsins betri kost en myntsamstarf á grundvelli EES?
Oli Rehn væri ekki að vinna vinnuna sína sem einn af embættismönnum sambandsins ef hann segðist vera opinn fyrir öðrum leiðum en ESB-aðild. Ákvörðun um þetta mál verður tekin á pólitískum vettvangi ekki af embættismönnum.
Oli Rehn væri ekki að vinna vinnuna sína sem einn af embættismönnum sambandsins ef hann segðist vera opinn fyrir öðrum leiðum en ESB-aðild. Ákvörðun um þetta mál verður tekin á pólitískum vettvangi ekki af embættismönnum.
mánudagur, 22. september 2008
Kompás í kvöld
Handrukkarinn sem fjallað verður um í Kompási í kvöld hefur ákveðið að verða sér út um lögmann og fara í mál við 365-miðla vegna þess að hann telur brotið á rétti sínum til eigin myndar, sem verndaður er af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Hann fór fyrst fram á lögbann við birtingunni en því var hafnað.
Ég leyfi mér reyndar að draga í efa að grundvallarhugmyndin á bak við réttindin um friðhelgi einkalífsins hafi verið sú að veita ofbeldismönnum vernd fyrir því að myndir af þeim séu birtar í sjónvarpi. En það er aftur á móti svo að fólk nýtur ákveðinnar verndar hvað þetta varðar og lögin taka til allra, hversu mikla andúð sem samfélagið kann að hafa á viðkomandi eða því sem hann hefur gert. Fjölmiðlar geta því brotið af sér ef þeir ganga of langt í myndbirtingum án samþykkis þess sem er á myndinni. Frægt dæmi um þetta er fyrirsögnin "Bubbi fallinn" sem 365-miðlar voru dæmdir fyrir í Hæstarétti í fyrra.
Aftur á móti blasir við að þegar um er að ræða grófa líkamsárás vegna handrukkunar eiga önnur sjónarmið við. Sá sem tekið er mynd af er að fremja alvarlegt brot á lögum, þó vissulega eigi eftir að dæma hann fyrir það. Það sem meira er þá er þetta lögbrot hluti af ólöglegri starfsemi, handrukkunum. Það væri raunar fróðlegt að heyra hvort lögmaðurinn muni bera ákvæðum 75. greinar stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi til að réttlæta þá iðju. En það er auðvitað ekki málefnalegt að gera mönnum upp slíkan útúrsnúning á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar fyrirfram.
Réttur fjölmiðla til þess að fjalla um mál sem þessi er sterkur og nýtur sömuleiðis verndar. Ef málið fer fyrir dómstóla verður að vega og meta þetta tvennt saman, þ.e. rétt til eigin myndar annars vegar og rétt fjölmiðla til að fjalla um málið hins vegar. Trúlega mun lögmaður hins meinta handrukkara halda því fram að Kompás hafi brotið gegn meðalhófsreglunni með því að birta andlit mannsins og nafngreina hann.
Um þetta mat var fjallað í áðurnefndum dómi í máli Bubba Morthens gegn Hér og nú. Þar segir Hæstiréttur:
„Friðhelgi einkalífs nýtur verndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar metnar eru þær skorður sem friðhelgi einkalífs setur tjáningarfrelsinu, sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, skiptir grundvallarmáli hvort hið birta efni, myndir eða texti, geti talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi þannig erindi til almennings."
Ofbeldi sem handrukkarar beita telst augljóslega málefna sem eiga erindi til almennings og teljast þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu. Þessir menn ganga fram og beita ofbeldi og hótunum gegn fólki þannig að réttur fjölmiðla til að fjalla um framferði þessara manna hlýtur að vera ríkur.
Ég leyfi mér reyndar að draga í efa að grundvallarhugmyndin á bak við réttindin um friðhelgi einkalífsins hafi verið sú að veita ofbeldismönnum vernd fyrir því að myndir af þeim séu birtar í sjónvarpi. En það er aftur á móti svo að fólk nýtur ákveðinnar verndar hvað þetta varðar og lögin taka til allra, hversu mikla andúð sem samfélagið kann að hafa á viðkomandi eða því sem hann hefur gert. Fjölmiðlar geta því brotið af sér ef þeir ganga of langt í myndbirtingum án samþykkis þess sem er á myndinni. Frægt dæmi um þetta er fyrirsögnin "Bubbi fallinn" sem 365-miðlar voru dæmdir fyrir í Hæstarétti í fyrra.
Aftur á móti blasir við að þegar um er að ræða grófa líkamsárás vegna handrukkunar eiga önnur sjónarmið við. Sá sem tekið er mynd af er að fremja alvarlegt brot á lögum, þó vissulega eigi eftir að dæma hann fyrir það. Það sem meira er þá er þetta lögbrot hluti af ólöglegri starfsemi, handrukkunum. Það væri raunar fróðlegt að heyra hvort lögmaðurinn muni bera ákvæðum 75. greinar stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi til að réttlæta þá iðju. En það er auðvitað ekki málefnalegt að gera mönnum upp slíkan útúrsnúning á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar fyrirfram.
Réttur fjölmiðla til þess að fjalla um mál sem þessi er sterkur og nýtur sömuleiðis verndar. Ef málið fer fyrir dómstóla verður að vega og meta þetta tvennt saman, þ.e. rétt til eigin myndar annars vegar og rétt fjölmiðla til að fjalla um málið hins vegar. Trúlega mun lögmaður hins meinta handrukkara halda því fram að Kompás hafi brotið gegn meðalhófsreglunni með því að birta andlit mannsins og nafngreina hann.
Um þetta mat var fjallað í áðurnefndum dómi í máli Bubba Morthens gegn Hér og nú. Þar segir Hæstiréttur:
„Friðhelgi einkalífs nýtur verndar samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar. Þegar metnar eru þær skorður sem friðhelgi einkalífs setur tjáningarfrelsinu, sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, skiptir grundvallarmáli hvort hið birta efni, myndir eða texti, geti talist þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi þannig erindi til almennings."
Ofbeldi sem handrukkarar beita telst augljóslega málefna sem eiga erindi til almennings og teljast þáttur í almennri þjóðfélagsumræðu. Þessir menn ganga fram og beita ofbeldi og hótunum gegn fólki þannig að réttur fjölmiðla til að fjalla um framferði þessara manna hlýtur að vera ríkur.
föstudagur, 12. september 2008
Lengi lifi kerfið
Mogginn birtir í dag bókun frá fulltrúa VG í menntaráði borgarinnar vegna samninga við Hjallastefnuna um að reka leikskóla í borginni. Í bókuninni segir að VG styðji í grunninn stefnu Hjallastefnunar en geti ekki fallist á þetta sem rekstrarform í skólum. Innan borgarkerfisins eigi að vera til staðar svigrúm til að taka upp hugmyndafræði óhefbundinna uppeldis- og menntastefna.
Sem sagt: Margrét Pála ætti ekki að reka fyrirtæki utan um hugmyndina sína heldur biðja kerfið um að taka hana upp!
Sem sagt: Margrét Pála ætti ekki að reka fyrirtæki utan um hugmyndina sína heldur biðja kerfið um að taka hana upp!
Ömurlegt á Facebook
Hópur af fólki á Facebook hefur tekið sig saman og myndað hóp gegn Stefáni Friðrik Stefánssyni og bloggskrifum hans. Ekki sérstökum skrifum eða skoðunum heldur bara almennt gegn honum. Þetta er ömurleg framganga. Það er með öðrum orðum ekki nóg fyrir þetta fólk að bara sleppa því að lesa bloggsíður sem þeim finnst ekki nógu góðar, heldur fer það af stað í persónulegan leiðangur gegn viðkomandi.
Sérstaklega er ósmekklegt að lesa eitt kommentið á þessari síðu. Það skrifar Pietor Solnes og segir: "Mér finnst blogg þessa manns vera frekar ógeðsleg misnotkun við málfrelsið sem við börðumst svo lengi fyrir."
Já, þessi Facebookhópur hefur eflaust barist hetjulega fyrir málfrelsinu með lýðræðisöflunum í Evrópu á 19. öldinni. Sannkallaðar hetjur.
Pietor endar færsluna á eftirfarandi orðum: "Endilega viðrið ykkar hugmyndir hér, ég er tilbúinn í aðgerðir."
Aðgerðir - hvað heldur maðurinn að hann sé?
Ég skil ekki hvað DV.is gengur til að gera sér mat úr þessu sem frétt.
Sérstaklega er ósmekklegt að lesa eitt kommentið á þessari síðu. Það skrifar Pietor Solnes og segir: "Mér finnst blogg þessa manns vera frekar ógeðsleg misnotkun við málfrelsið sem við börðumst svo lengi fyrir."
Já, þessi Facebookhópur hefur eflaust barist hetjulega fyrir málfrelsinu með lýðræðisöflunum í Evrópu á 19. öldinni. Sannkallaðar hetjur.
Pietor endar færsluna á eftirfarandi orðum: "Endilega viðrið ykkar hugmyndir hér, ég er tilbúinn í aðgerðir."
Aðgerðir - hvað heldur maðurinn að hann sé?
Ég skil ekki hvað DV.is gengur til að gera sér mat úr þessu sem frétt.
þriðjudagur, 9. september 2008
Óskalög sjúklinga og Gaddafi
Þriðja og síðasta umræða um sjúkratryggingarfrumvarp heilbrigðisráðherra fer fram í þinginu í dag. Með þessu frumvarpi eru gerðar eðlilegar og tímabærar breytingar á heilbrigðisþjónustunni hér á landi sem ganga út á að styrkja kaupendahlutverk ríkisins í heilbrigðiskerfinu.
Ríkið hefur töluvert kaupendahlutverk nú þegar en með því að setja á fót Sjúkratryggingarstofnun verða þessi kaup framkvæmd á skipulagðari og betri hátt en hingað til. Þetta þýðir að stofnunin sér um að kaupa aðgerðir og þjónustu í heilbrigðiskerfinu og leitar að hagstæðasta kostinum, sem gæti verið hvort sem er hjá hinu opinbera eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum.
Hugmyndin er að ná fram betri þjónustu og betri nýtingu á opinberu fé, sem mikil sátt er um að sé varið til heilbrigðismála. Væntanlega geta flestir verið sammála um að það sé jafnmikilvægt að fá eins mikið fyrir peningana og hægt er.
Ég held að þær áhyggjur sem Ungir jafnaðarmenn hafa í ályktun sinni séu ástæðulausar. Þar er því haldið fram að réttarstaða einstaklinga sé ekki trygg ef þeir leita til sjálfstæðra aðila á sviði heilbrigðisþjónustu. Réttarstaða þeirra sjúklinga sem hafa leitað til sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu hefur hingað til verið talin trygg.
Í frumvarpinu er auk þess tekið sérstaklega á þessu. Í 40. gr. segir: "Við samningsgerð skal hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi. Forsenda samningsgerðar er að fyrir liggi staðfesting landlæknis á því hvort rekstur eða fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu og lög um landlækni."
Og: "Við samningsgerð skal tryggja aðgengi sjúkratryggðra að þeirri heilbrigðisþjónustu sem samið er um óháð efnahag. Jafnframt skal leitast við að tryggja þjónustu við sjúkratryggða hvar á landinu sem þeir eru búsettir og að veitendur þjónustu gæti þess að sjúkratryggðir njóti jafnræðis."
Þá er tekið fram í upphafi frumvarpsins að það sé í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, sem gilda auðvitað áfram.
Annars á Ögmundur Jónasson augljóslega málefnalegasta útspilið í þessari umræðu þegar hann photoshoppar mynd af Guðlaugi Þór og Gaddafi og birtir á heimasíðunni sinni. Myndin fylgir pistli þar sem hann líkir þeim tveimur saman...
Ríkið hefur töluvert kaupendahlutverk nú þegar en með því að setja á fót Sjúkratryggingarstofnun verða þessi kaup framkvæmd á skipulagðari og betri hátt en hingað til. Þetta þýðir að stofnunin sér um að kaupa aðgerðir og þjónustu í heilbrigðiskerfinu og leitar að hagstæðasta kostinum, sem gæti verið hvort sem er hjá hinu opinbera eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum.
Hugmyndin er að ná fram betri þjónustu og betri nýtingu á opinberu fé, sem mikil sátt er um að sé varið til heilbrigðismála. Væntanlega geta flestir verið sammála um að það sé jafnmikilvægt að fá eins mikið fyrir peningana og hægt er.
Ég held að þær áhyggjur sem Ungir jafnaðarmenn hafa í ályktun sinni séu ástæðulausar. Þar er því haldið fram að réttarstaða einstaklinga sé ekki trygg ef þeir leita til sjálfstæðra aðila á sviði heilbrigðisþjónustu. Réttarstaða þeirra sjúklinga sem hafa leitað til sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu hefur hingað til verið talin trygg.
Í frumvarpinu er auk þess tekið sérstaklega á þessu. Í 40. gr. segir: "Við samningsgerð skal hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi. Forsenda samningsgerðar er að fyrir liggi staðfesting landlæknis á því hvort rekstur eða fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu og lög um landlækni."
Og: "Við samningsgerð skal tryggja aðgengi sjúkratryggðra að þeirri heilbrigðisþjónustu sem samið er um óháð efnahag. Jafnframt skal leitast við að tryggja þjónustu við sjúkratryggða hvar á landinu sem þeir eru búsettir og að veitendur þjónustu gæti þess að sjúkratryggðir njóti jafnræðis."
Þá er tekið fram í upphafi frumvarpsins að það sé í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, sem gilda auðvitað áfram.
Annars á Ögmundur Jónasson augljóslega málefnalegasta útspilið í þessari umræðu þegar hann photoshoppar mynd af Guðlaugi Þór og Gaddafi og birtir á heimasíðunni sinni. Myndin fylgir pistli þar sem hann líkir þeim tveimur saman...
fimmtudagur, 4. september 2008
Sælkerabúðin ÁTVR
Efst á vef ÁTVR er auglýsingaborði með kynningarefni fyrir búðina. Þar birtast myndir af ostum og vínberjum og svo slagorðið „Girnilegar uppskriftir og vínin sem passa“.
Á vefnum birtast líka fréttir og fyrsta fréttin núna er um að salan hafi aukist fyrstu átta mánuði ársins og að velta á sölu með áfengi sé nú um 11 milljarðar króna.
Það þarf kannski ekki að koma á óvart. Þegar ríkið einokar sölu á áfengi og er í þokkabót alltaf að þróa og bæta verslanir sínar til að gera þær meira aðlaðandi og meira spennandi fyrir viðskiptavinina, þá er engin furða að sala aukist.
En eru ekki helstu rökin fyrir því að ríkið einoki áfengisverslun einmitt rök um neyslustýringu og lýðheilsu? Eitthvað á þá leið að ef ríkið sjái um áfengisverslun þá sé einhver stjórn á neyslunni? Þetta hefur verið svo í hávegum haft að hógværar breytingartillögur um að færa áfengi í matvöruverslanir eða sérverslanir hafa þótt öfgafullar og ekki náð fram að ganga.
Vandinn er bara sá að ríkið rekur þessa verslun alveg eins og fyrirtæki. Það er með sölunet út um land allt og býr til huggulegt kynningarefni fyrir vörurnar sem það selur.
Ríkisvaldið er því með annarri hendinni að halda myndarlega utan um sölu áfengis, byggja upp sölunet á landsbyggðinni og birtir frétt um söluaukningu á vef einokunarverslunarinnar. Með hinni er haldið úti lýðheilsustefnu, forvörnum og ýmis konar áróðri gegn því að fólk drekki áfengi!
Á vefnum birtast líka fréttir og fyrsta fréttin núna er um að salan hafi aukist fyrstu átta mánuði ársins og að velta á sölu með áfengi sé nú um 11 milljarðar króna.
Það þarf kannski ekki að koma á óvart. Þegar ríkið einokar sölu á áfengi og er í þokkabót alltaf að þróa og bæta verslanir sínar til að gera þær meira aðlaðandi og meira spennandi fyrir viðskiptavinina, þá er engin furða að sala aukist.
En eru ekki helstu rökin fyrir því að ríkið einoki áfengisverslun einmitt rök um neyslustýringu og lýðheilsu? Eitthvað á þá leið að ef ríkið sjái um áfengisverslun þá sé einhver stjórn á neyslunni? Þetta hefur verið svo í hávegum haft að hógværar breytingartillögur um að færa áfengi í matvöruverslanir eða sérverslanir hafa þótt öfgafullar og ekki náð fram að ganga.
Vandinn er bara sá að ríkið rekur þessa verslun alveg eins og fyrirtæki. Það er með sölunet út um land allt og býr til huggulegt kynningarefni fyrir vörurnar sem það selur.
Ríkisvaldið er því með annarri hendinni að halda myndarlega utan um sölu áfengis, byggja upp sölunet á landsbyggðinni og birtir frétt um söluaukningu á vef einokunarverslunarinnar. Með hinni er haldið úti lýðheilsustefnu, forvörnum og ýmis konar áróðri gegn því að fólk drekki áfengi!
miðvikudagur, 3. september 2008
"Mjög myndug aðgerð"
Ég er ekki viss um að stjórnarandstaðan, með Steingrím Joð í broddi fylkingar, hafi innistæðu fyrir því að tala um að það hafi verið stórkostleg mistök að efla ekki gjaldeyrisvaraforðann hraðar eða meira.
Steingrímur og þingflokkur VG fluttu t.d. frumvarp í mars þar sem lagt var til að gjaldeyrisvaraforðinn yrði aukinn um 80 milljarða króna. Á þeim tíma hefði slík aukning þýtt að varaforðinn hefði farið upp í 250 milljarða króna, þ.e. helmingurinn af því sem hann er orðinn nú. Í greinargerð með frumvarpinu skrifuðu þingmenn Vinstri grænna meðal annars að ef öll þessi aukning gjaldeyrisvaraforðans og 40 milljarða kr. innlent skuldafjárútboð að auki yrði nýtt til að auka eigið fé Seðlabankans „væri þar orðið um mjög mynduga aðgerð að ræða sem sýndi einbeittan vilja af hálfu stjórnvalda til að treysta undirstöður fjármálastofnana, gjaldmiðilsins og hagkerfisins í heild með öflugum Seðlabanka sem bakhjarli.“
Eftir tíðindi gærdagsins er varaforðinn kominn upp í rúmlega 500 milljarða króna, tvöfalda þá upphæð sem Steingrímur og félagar töldu vera dæmi um mjög mynduga aðgerð á sínum tíma.
Svo því sé til haga haldið þá áttaði Steingrímur sig greinilega á því fljótlega eftir að frumvarpið var lagt fram að talan væri fulllág og tók það fram í ræðu sinni þegar frumvarpið kom til umræðu.
Í ræðunni á flokksráðsþingi VG í Borgarfirði um helgina ætlaði hann greinilega ekki að láta hanka sig á þessu aftur og talaði um að forðinn yrði að vera orðinn 60-75% af landsframleiðslu. Það jafngildir ca. 900-1200 milljörðum króna og því að hugmyndir VG um nægilegan varaforða hafa hækkað um allt 900 milljarða króna á skömmum tíma.
Það er því ekki mjög sannfærandi þegar stjórnarandstaðan talar um það sem stórkostleg mistök að stjórnvöld hafi ekki lúrað á þúsund milljarða gjaldeyrisvaraforða í mörg ár.
Steingrímur og þingflokkur VG fluttu t.d. frumvarp í mars þar sem lagt var til að gjaldeyrisvaraforðinn yrði aukinn um 80 milljarða króna. Á þeim tíma hefði slík aukning þýtt að varaforðinn hefði farið upp í 250 milljarða króna, þ.e. helmingurinn af því sem hann er orðinn nú. Í greinargerð með frumvarpinu skrifuðu þingmenn Vinstri grænna meðal annars að ef öll þessi aukning gjaldeyrisvaraforðans og 40 milljarða kr. innlent skuldafjárútboð að auki yrði nýtt til að auka eigið fé Seðlabankans „væri þar orðið um mjög mynduga aðgerð að ræða sem sýndi einbeittan vilja af hálfu stjórnvalda til að treysta undirstöður fjármálastofnana, gjaldmiðilsins og hagkerfisins í heild með öflugum Seðlabanka sem bakhjarli.“
Eftir tíðindi gærdagsins er varaforðinn kominn upp í rúmlega 500 milljarða króna, tvöfalda þá upphæð sem Steingrímur og félagar töldu vera dæmi um mjög mynduga aðgerð á sínum tíma.
Svo því sé til haga haldið þá áttaði Steingrímur sig greinilega á því fljótlega eftir að frumvarpið var lagt fram að talan væri fulllág og tók það fram í ræðu sinni þegar frumvarpið kom til umræðu.
Í ræðunni á flokksráðsþingi VG í Borgarfirði um helgina ætlaði hann greinilega ekki að láta hanka sig á þessu aftur og talaði um að forðinn yrði að vera orðinn 60-75% af landsframleiðslu. Það jafngildir ca. 900-1200 milljörðum króna og því að hugmyndir VG um nægilegan varaforða hafa hækkað um allt 900 milljarða króna á skömmum tíma.
Það er því ekki mjög sannfærandi þegar stjórnarandstaðan talar um það sem stórkostleg mistök að stjórnvöld hafi ekki lúrað á þúsund milljarða gjaldeyrisvaraforða í mörg ár.
þriðjudagur, 2. september 2008
Ný skoðanakönnun og pólitískt Morgunkorn
Samfylkingin fer fram úr Sjálfstæðisflokknum í nýjustu könnun Capacent með því að bæta við sig fjórum prósentustigum milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn stendur hins vegar í stað milli mánaða með 32%. Þetta eru þó nokkur tíðindi þó munurinn á flokkunum sé vel innan skekkjumarka. Samfylkingin tók fram úr Sjálfstæðisflokknum nokkrum sinnum á síðasta kjörtímabili, síðast í janúar 2005, rétt áður en Ingibjörg felldi Össur af stóli formanns. Þessi könnun er því ábyggilega kærkomin fyrir hana.
Ef maður rýnir í könnunina þá virðist Samfylkingin næla þessum prósentustigum frá VG, sem lækkkar úr 22% í 19% milli mánaða og þar hefur trúlega ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur um að setja Bakka í umhverfismat áhrif. Það virðist vera talsvert flæði kjósenda milli VG og Samfylkingarinnar sem ræðst af því hvernig umhverfismálin þróast. Stóra spurningin er samt hvar sá hópur endar þegar álver á Bakka og í Helguvík verða komin í gang.
Hitt stóra málið í ágúst voru meirihlutaskiptin í borginni. Þriðju meirihlutaskiptin á tímabilinu sköpuðu eðlilega ákveðinn pirring hjá borgarbúum sem Samfylkingin naut góðs af dagana eftir meirihlutaskiptin.
En könnunin er tekin yfir allan mánuðinn og sýnir að meirihlutinn er að sækja í sig veðrið. Hann nýtur stuðnings 33% borgarbúa skv. könnuninni en í könnun í ágúst naut meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista stuðnings 16% borgarbúa. Stuðningur við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er líka að aukast og segjast nú um 40% borgarbúa vera ánægðir með hennar störf. Það sýnir mikinn styrk eftir atburði síðustu mánaða, þó þetta sé auðvitað alltof lágt fylgi.
Á landsvísu þarf það ekki að koma á óvart að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé lægra en menn eigi að venjast. Það eru erfiðar aðstæður í efnahagslífinu sem kjósendur tengja við flokkinn. Undan því verður ekki skorist. Þegar ástandið batnar mun staða flokksins í könnunum lagast.
Þingið hefst í dag með því að forsætisráðherra flytur þinginu skýrslu um stöðu efnahagsmála. Það var athyglisvert að sjá Morgunkorn Glitnis í dag en þar er gagnrýni stjórnarandstöðunnar og annarra á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar tekin til umfjöllunar. Greining Glitnis telur tal um aðgerðarleysi orðum aukið og segir m.a. að þegar litið sé í baksýnisspegilinn komi á daginn að stjórnvöld hafi vissulega brugðist við breyttum aðstæðum í hagkerfinu með ýmsum hætti undanfarna mánuði þótt ótímabært sé að leggja hendur í skaut.
Hvað sem mönnum finnst um þær aðgerðir sem farið hefur verið út í, þá er varla hægt að tala um aðgerðarleysi þegar litið er yfir listann af því sem gert hefur verið á árinu. Vandinn er vissulega fyrir hendi en stjórnvöld hafa með ýmsu móti auðveldað fyrirtækjum og einstaklingum að sigla í gegnum þetta tímabil.
Ef maður rýnir í könnunina þá virðist Samfylkingin næla þessum prósentustigum frá VG, sem lækkkar úr 22% í 19% milli mánaða og þar hefur trúlega ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur um að setja Bakka í umhverfismat áhrif. Það virðist vera talsvert flæði kjósenda milli VG og Samfylkingarinnar sem ræðst af því hvernig umhverfismálin þróast. Stóra spurningin er samt hvar sá hópur endar þegar álver á Bakka og í Helguvík verða komin í gang.
Hitt stóra málið í ágúst voru meirihlutaskiptin í borginni. Þriðju meirihlutaskiptin á tímabilinu sköpuðu eðlilega ákveðinn pirring hjá borgarbúum sem Samfylkingin naut góðs af dagana eftir meirihlutaskiptin.
En könnunin er tekin yfir allan mánuðinn og sýnir að meirihlutinn er að sækja í sig veðrið. Hann nýtur stuðnings 33% borgarbúa skv. könnuninni en í könnun í ágúst naut meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista stuðnings 16% borgarbúa. Stuðningur við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er líka að aukast og segjast nú um 40% borgarbúa vera ánægðir með hennar störf. Það sýnir mikinn styrk eftir atburði síðustu mánaða, þó þetta sé auðvitað alltof lágt fylgi.
Á landsvísu þarf það ekki að koma á óvart að fylgi Sjálfstæðisflokksins sé lægra en menn eigi að venjast. Það eru erfiðar aðstæður í efnahagslífinu sem kjósendur tengja við flokkinn. Undan því verður ekki skorist. Þegar ástandið batnar mun staða flokksins í könnunum lagast.
Þingið hefst í dag með því að forsætisráðherra flytur þinginu skýrslu um stöðu efnahagsmála. Það var athyglisvert að sjá Morgunkorn Glitnis í dag en þar er gagnrýni stjórnarandstöðunnar og annarra á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar tekin til umfjöllunar. Greining Glitnis telur tal um aðgerðarleysi orðum aukið og segir m.a. að þegar litið sé í baksýnisspegilinn komi á daginn að stjórnvöld hafi vissulega brugðist við breyttum aðstæðum í hagkerfinu með ýmsum hætti undanfarna mánuði þótt ótímabært sé að leggja hendur í skaut.
Hvað sem mönnum finnst um þær aðgerðir sem farið hefur verið út í, þá er varla hægt að tala um aðgerðarleysi þegar litið er yfir listann af því sem gert hefur verið á árinu. Vandinn er vissulega fyrir hendi en stjórnvöld hafa með ýmsu móti auðveldað fyrirtækjum og einstaklingum að sigla í gegnum þetta tímabil.
Flókið tæknidrasl
Ég keypti mér nýjan síma um daginn eftir að sá gamli hafði endanlega gefið upp öndina, tveir takkar dottnir af og batteríið entist í mesta lagi tíu mínútur á góðum degi.
Sá nýi er með betri rafhlöðu og heilt takkaborð. Hann er hins vegar alveg óþolandi flókinn. Aldrei geta fyrirtæki framleitt svona græjur og haft þetta bara þokkalega einfalt!
Það tók mig til dæmis ca. hálftíma að finna hvar ég gæti skipt út Nokia-hringingunni sem er valin fyrir mann. Á endanum fann ég leiðina. Það er gert með því að fara í Valmynd, svo Verkfæri, svo Stillingar, svo Almennar, svo Sérstillingar, svo Tónar og þá fann ég Hringitónn.
Sem sagt sjö þrepa ferli til að breyta um hringingu. Það væri varla hægt að hafa þetta mikið flóknara.
En svona eru þessar græjur framleiddar. Ég sá í sumar á 60 Minutes innslag um hve miklum vandræðum flókin tæki valda venjulegu fólki. Tækin eru yfirleitt hönnuð og hugsuð af sérfræðingum sem standa í þeirri trú að fólk hafi ekkert skemmtilegra að gera en að dunda sér við að læra á græjurnar sem þeir framleiða.
Í innslaginu var talað við einhvern frústreraðan tækjakaupanda sem hélt því fram að það væri bara fyrir verkfræðiprófessora að skilja svona græjur. Fréttamaðurinn fór þá og heimsótti prófessor í verkfræði í MIT-háskólanum og spurði hann út í hvernig honum gengi að ráða við heimilistækin. Svarið við því var einfalt - prófessorinn sagðist ekkert skilja í svona græjum og hringdi alltaf á viðgerðarmann þegar eitthvað færi úrskeiðis!
Sá nýi er með betri rafhlöðu og heilt takkaborð. Hann er hins vegar alveg óþolandi flókinn. Aldrei geta fyrirtæki framleitt svona græjur og haft þetta bara þokkalega einfalt!
Það tók mig til dæmis ca. hálftíma að finna hvar ég gæti skipt út Nokia-hringingunni sem er valin fyrir mann. Á endanum fann ég leiðina. Það er gert með því að fara í Valmynd, svo Verkfæri, svo Stillingar, svo Almennar, svo Sérstillingar, svo Tónar og þá fann ég Hringitónn.
Sem sagt sjö þrepa ferli til að breyta um hringingu. Það væri varla hægt að hafa þetta mikið flóknara.
En svona eru þessar græjur framleiddar. Ég sá í sumar á 60 Minutes innslag um hve miklum vandræðum flókin tæki valda venjulegu fólki. Tækin eru yfirleitt hönnuð og hugsuð af sérfræðingum sem standa í þeirri trú að fólk hafi ekkert skemmtilegra að gera en að dunda sér við að læra á græjurnar sem þeir framleiða.
Í innslaginu var talað við einhvern frústreraðan tækjakaupanda sem hélt því fram að það væri bara fyrir verkfræðiprófessora að skilja svona græjur. Fréttamaðurinn fór þá og heimsótti prófessor í verkfræði í MIT-háskólanum og spurði hann út í hvernig honum gengi að ráða við heimilistækin. Svarið við því var einfalt - prófessorinn sagðist ekkert skilja í svona græjum og hringdi alltaf á viðgerðarmann þegar eitthvað færi úrskeiðis!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)