Helgi Hjörvar setur fram góða hugmynd í Morgunblaðinu í dag - að ríkið selji í afmarkaðan tíma rekstur virkjana Landsvirkjunar sem útvega rafmagn til stóriðju. Auðlindin og virkjunin yrði þá áfram í eigu ríkisins en reksturinn seldur tímabundið.
Þetta losar um verðmæti fyrir ríkið og færir fjármagn inn í landið. Þetta yrði afmarkað við að selja rekstur þeirra virkjana sem sjá stóriðju fyrir rafmagni þannig að orkusala til almennings sé undanskilin.
Ríkissjóður ætti að losa sig út úr rekstri víðar en í orkugeiranum. Íslandspóstur er augljóst dæmi um fyrirtæki í eigu ríkisins sem ætti að selja. Sömuleiðis ætti ríkið að afnema einkarétt Íslandspósts á póstdreifingu hið fyrsta í stað þess að bíða til ársins 2011, eins og til stendur.
Keflavíkurflugvöllur er annað fyrirtæki sem væri kjörið að koma í hendur einkaaðila og myndi losa mikla fjármuni.
miðvikudagur, 24. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
SKAMMTÍMALAUSN
Skrifa ummæli