föstudagur, 12. september 2008

Lengi lifi kerfið

Mogginn birtir í dag bókun frá fulltrúa VG í menntaráði borgarinnar vegna samninga við Hjallastefnuna um að reka leikskóla í borginni. Í bókuninni segir að VG styðji í grunninn stefnu Hjallastefnunar en geti ekki fallist á þetta sem rekstrarform í skólum. Innan borgarkerfisins eigi að vera til staðar svigrúm til að taka upp hugmyndafræði óhefbundinna uppeldis- og menntastefna.

Sem sagt: Margrét Pála ætti ekki að reka fyrirtæki utan um hugmyndina sína heldur biðja kerfið um að taka hana upp!

Engin ummæli: