Hálfsársuppgjör stóru bankanna hafa nú litið dagsins ljós og nemur hagnaðurinn samtals um 80 milljörðum króna. Þetta ætti að auðvelda bönkunum að endurfjármagna sig og sigla í gegnum þetta tímabil.
Þá komu fréttir um það í gær að nú sé viðskiptajöfnuður við útlönd orðinn jákvæður, sem hefur ekki gerst lengi. Að vísu náðist jákvæður jöfnuður í nóvember í fyrra en þar áður gerðist þetta árið 2004. Þetta styrkir gengið og gæti dregið úr verðbólgu.
Hægt og bítandi er hagkerfið að fara í gegnum viðsnúning og ná nýju jafnvægi.
föstudagur, 1. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli