Viðbrögð Samfylkingarinnar við tíðindum dagsins í borginni voru að mörgu leyti endurvinnsla á því sem sagt var í janúar. Dagur B. talaði um klækjastjórnmál og sakaði Óskar Bergsson um að hafa rofið samstöðu minnihlutans.
Sjálfur er Dagur og Samfylkingin ekki allskostar óklækjótt ef marka má fréttir af gangi mála í dag þar sem sú hugmynd virðist hafa kviknað að láta Ólaf F. segja af sér embætti og ganga úr borgarstjórn til að koma Margréti Sverrisdóttur að og mynda nýjan meirihluta Tjarnarkvartettsins. Oddviti minnihlutans hefur varla verið alsaklaus af því bralli að senda Árna Þór Sigurðsson út á örkina til að hræra í Ólafi F. og tala hann inn á þessa hugmynd. Álit Tjarnarkvartettsins á Ólafi virðist sveiflast nokkuð til og frá því það leið ekki langur tími frá því að þau gerðu honum þetta tilboð þar til að Mörður Árnason var mættur í Ísland í dag og kallaði Ólaf „veikasta hlekkinn“.
Fjölmiðlar munu væntanlega inna Dag eftir svörum um aðkomu hans að þessu máli og hvernig þetta samræmist gagnrýni hans á klækjastjórnmál.
fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Á þetta að vera spinnið hjá Sjöllum eftir að hafa splundrað borgarsjtórnarmeirihluta í annað sinn á innan við 12 mánuðum? Að Dagur og kó séu klækjarefirnir? Kommon, þetta er bara grátbroslegt.
Það hlýtur að vera hundleiðinlegt að þurfa að verja þetta rugl í borginni, sbr. Illuga í Ísland í Dag í gærkvöldi.
En gaman að sjá einhverja reyna samt :-)
Spunameistarar munu spinna þráð, en efniviðurinn hjá ykkur er mölétinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur grafið sína eigin gröf og framsóknarmenn hafa dottið ofan í sína. Það er það eina góða ssem kemur út úr þessum "valdabræðingi".
Spin spin spin... Ótrúlegt að lesa þetta rugl. Hvernig væri bara að viðurkenna það að meirihlutinn með Ólafi F voru hræðileg mistök og nú sé verið að reyna að leiðrétta þau. Nýji meirihlutinn verður margfalt betri en sá sem fyrir var. Hann verður líklegast betri en meirihluti sem inniheldur VG og Margréti Sverris. Ekki reyna að móðga kjósendur með svona spuna rugli. Þetta er ekki heiðarlegt og það er nákvæmlega svona rugl greinar sem meðal annars eru að valda því að traust kjósenda á stjórnmálamönnum hefur aldrei verið minna. Kjósendur eru farnir að gefa sér að þeir séu óheiðarlegir og ljúgi og þar bera Sjálfstæðismenn mikla ábyrgð...
Þið berið fulla ábyrgð og það er móðgun við okkur kjósendur að halda að við séum svo einfaldir að sjá ekki hverjir bera ábyrgð á gjörningunum sem hafa átt sé stað í borginni. Ykkur er vorkun að þurfa að verja þetta bull.
Árni, please, ekki gera svona lítið úr sjálfum þér. Þú bæði veist og getur betur en varið spunastrákur. Gerðu það og þú verður mögulega tekinn alvarlega hér á eyjunni. Gangi þér vel.
Samfylkingin í borgarstjórn útilokar fólk. Útilokar að vinna með fólki. Sérstaklega sjálfstæðisfólki.
Hvers konar fagmennska er það? Hvers konar eigingirni og ofstopi? Hvers konar stjórnmál?
Útilokunarstjórnmál.
Og bregst því frumskyldu sinni gagnvart borgarbúum - að mynda meirihluta.
Björn Bjarnason segir á heimasíðu sinni:
"Þau [Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir]telja einfaldlega pólitíska hagsmuni sína meira virði en hagsmuni borgarbúa. Þau vilja ekki una því, að sjálfstæðismenn sitji í meirihluta í borgarstjórn. Þeim er andúðin á Sjálfstæðisflokknum mikilvægari en að mynda breiðan meirihluta um stjórn Reykjavíkurborgar."
Og:
"Ef einhver stuðlar að glundroða í þessari borgarstjórn, sem nú situr, eru það borgarfulltrúar Samfylkingar og vinstri/grænna. Þau telja sér það helst til framdráttar, en sjálfstæðismenn leggja sig fram um að mynda starfhæfan meirihluta."
Sem er frumskylda kjörinna borgarfulltrúa.
Það er kjarni málsins.
Já og líka það sem fram kemur hér að ofan - að miklu valdi sá sem upphafinu valdi.
Samfylkingin tók þátt í upphaflegu svikunum með Birni Inga og Marsibil.
Það voru sannkölluð k l æ k j a s t j ó r n m á l .
Og ber svo allt í einu enga ábyrgð á neinu.
Eins og úlfur í sauðskinnsgæru.
Give me a break.
Kíkjum á Marsibil.
Hún fer í fýlu eins og smákrakki, varaborgarfulltrúinn.
Hún er í sandkassaleik.
Vandamálin í borginni eru og hafa verið út af fólki eins og henni.
Enda tók hún þátt í upphaflegu svikunum við Sjálfstæðisfólkið.
Hún bar ábyrgð á að svíkja samstarfsfólk sitt í fyrsta meirihlutanum.
Hún er ennþá í einhverjum barnaskólasaumaklúbbi.
Skilur ekki umhverfi sitt.
Skilur ekki skyldur sínar.
Frekar en Dagur og Svandís.
Enda brást Marsibil þeim á sínum tíma þegar hún byrjaði ballið med Birni Inga.
Miklu veldur sá sem upphafinu veldur.
Skrifa ummæli