Kosningarnar í vor eru tækifæri til að gera miklar breytingar. Þá á ég ekki sérstaklega við á flokkunum - það verða án efa heilmiklar breytingar á þeim og stuðningi við þá - heldur hljóta í þessum kosningum að koma fram nýjar hugmyndir og ný sýn á samfélagið. Hrun bankanna og upplausnin sem orðið hefur í kjölfarið hlýtur að skapa þær aðstæður að settar verði fram stórar hugmyndir.
Við eigum að taka stjórnskipun landsins til endurskoðunar. Lítið land eins og Ísland þarf á sjálfstæðum stofnunum að halda. Alþingi er mikilvægasta stofnun þjóðarinnar og þrátt fyrir að vera formlegur handhafi löggjafarvalds er þingið í reynd aðeins viðtakandi löggjafar, sem er öll samin í ráðuneytunum og flutt af ráðherrum. Þingið getur svo komið ákveðnum athugasemdum og breytingum að. Formlega er þetta ekki svona en í raun virkar löggjafarferlið þannig, það er vel þekkt og tölur sýna vel að yfir 90% löggjafar er frá ráðuneytunum komin.
Þetta þarf alls ekki að vera svona og sennilega átti þetta aldrei að verða svona. Ákveðinn kúltúr hafði hins vegar skapast og á meðan allt lék í lyndi var engin ástæða til þess að brjóta hann upp. Nú er aftur á móti kjörið tækifæri til að gera þessar breytingar. Þær þyrftu að ganga út á að gera þingið öflugra.
Við ættum því að setja það í stjórnarskránna að ráðherrar segi af sér þingmennsku. Að sama skapi ætti að gera þingnefndirnar færri og öflugri þannig að formenn þingnefnda fái meira vægi. Það er til að mynda sérkennilegt að formaður og varaformaður fjárlaganefndar sjái varla fjárlagafrumvarpið, stærsta einstaka þingmálið, fyrr en í októberbyrjun þegar það er fullunnið og öll pólitíkin komin inn. Nefndin fær svo aðallega að snurfusa og laga samlagningarvillur!
Það á að hugsa þetta upp á nýtt og endurheimta löggjafarvaldið frá framkvæmdarvaldinu.
laugardagur, 24. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það gleður mig að maður úr röðum sjálfstæðismanna skuli segja þessi orð. Það gefur okkur sem erum búin að missa alla trú á flokknum landsins von um að breyttir tímar séu handan við næsta horn. En einn maður er ekki nóg. Það þarf fleiri! Allir að skrá sig á www.nyttlydveldi.is. Ekki bara tala um breytingar og stórar hugmyndir, gerum alvöru úr því að koma þeim í verk!!
U.S. regulation enforcement, in distinction, hasn’t but been especially energetic in policing on-line playing. The tribes rely on casinos as a vital supply of income and employment. As such, there's undoubtedly opportunities to cash on on the craze. Below are a few of the the} handiest methods to generate income 카지노 from on-line casinos.
Skrifa ummæli