Krafan um afhausanir og uppsagnir í FME og Seðlabankanum hefur verið þung síðustu vikurnar og mánuðina. Björgvin Sigurðsson ákvað að verða við þessum kröfum gagnvart forstjóra Fjármálaeftirlitsins og stjórn stofnunarinnar áður en hann sagði af sér sjálfur.
Þetta leit vel út í sjónvarpinu - loksins var einhver að axla ábyrgð og í sjálfu sér var það jákvætt. En útfærslan á þessu er fráleit - FME er nánast lamað næstu vikurnar þar sem engin stjórn er til staðar í stofnuninn. Samkvæmt lögum FME skal bera meiri háttar ákvarðanir undir stjórnina til samþykktar eða synjunar. Það er ábyrgðarhluti að ganga ekki betur frá málum gagnvart þessari stofnun, sem færa má rök fyrir að sé sú mikilvægasta í landinu núna, en svo að hún sé skilin eftir stjórnlaus.
En þetta lúkkar auðvitað vel...
miðvikudagur, 28. janúar 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þessi stofnun hefur verið lömuð frá stofnun hennar árið 1999(eða hvað það var aftur). Það breytir ekki nokkru máli hvort að stjórn sé til staðar hjá FME eða ekki, í nokkrar daga eða vikur ef því er að skipta. Mikið er samt gaman að heyra loksins Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnvöld og stjórnsýsluna - það hefur ekki gerst í 17 ár. Vonandi munið þið halda áfram að gagnrýna kerfið um aldur og ævi - hvort heldur utanstjórnar eða innan hennar.
Segi það líka. Eins og það skipti einhverju máli. Allt í "skoðun" þarna og sú "skoðun" hefur staðið ANSI lengi á flestum málum.
Hins vegar mætti líka segja upp forstjóra Kauphallarinnar - sá hefur aldeils verið í þjónustu ræningjanna!!!
Skrifa ummæli