Árni M. Mathiesen og Edda Rós Karlsdóttir skiptast á því að túlka orð hvors annars í nýlegum viðtölum. Edda Rós taldi Árna hafa með ummælum sínum slegið af hugsanlega lántöku til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann út af borðinu og taldi það slæm skilaboð en Árni tók fyrir það en taldi að túlkun Eddu Rósar á hans ummælum hafi sent út óæskileg skilaboð.
Aðalatriðið varðandi þetta umrædda lán er að þeir sérfræðingar sem eru að kanna þau lánakjör sem íslenska ríkinu stæði til boða telja að þau séu ekki nægjanlega hagstæð. Þetta verður auðvitað að virða enda gengur ekki að hugsa þetta lán þannig að það verði að taka sama hvað tautar og raular.
Þar sem lánið er upp á 500 milljarða króna verður einfaldlega að horfa í lánakjörin. Óhagstæð kjör, þó þau séu bara upp á nokkra punkta, geta kostað mikið. Eins og fram kom í frétt sjónvarpsins á dögunum þá telja t.d. forstjórar Glitnis og Kaupþings mikilvægt að fara varlega í slíka lántöku. Þetta eru ábyrg ummæli af hálfu forstjóra bankanna og jákvæð því það hefur stundum verið skrýtið að hlusta á hina og þessa starfsmenn fjármálafyrirtækjanna fá að tjá sig undir því yfirskini að vera óháðir sérfræðingar um að taka verði stórt lán. Kemur það einhverjum á óvart að bönkum eða fjármálafyrirtækjum lítist vel á að ríkið taki stórt lán og hafi kannski minni áhyggjur af kjörunum?
Gjaldeyrisvaraforðinn hefur nú þegar verið nærri fjórfaldaður á stuttum tíma. Það skiptir máli. En menn hljóta að sjá, sérstaklega þegar bankarnir eru að skila tugmilljarða hagnaði, að hagsmunirnir af því að taka risalán á óhagstæðum kjörum til þess að styrkja forðann enn frekar eru ekki svo miklir að þeir réttlæti að almenningur borgi mismuninn.
miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sæll Árni
það sem vandamálið er, er að íslenska krónan er ekki alþjóðlegur gjaldmiðill. Þetta eiga stjórnvöld og seðlabanki erfitt með að skilja. Þótt að gjaldeyrisvarasjóðurinn hafi verið fjórfaldaður á undanförnum árum þá er það einfaldlega ekki nóg fyrir þau fyrirtæki (banka og önnur fyrirtæki)sem starfa í landinu. Við erum að vinna í allt öðru umhverfi í dag en við gerðum fyrir 7 árum síðan. Svokallaðir spákaupmenn eru að taka stöður gegn krónunni eins og svo mörgum öðrum vörum sem eru boðnar á fjármálamarkaði, en í tilfelli okkar íslendinga þá þyðir gengisfall óðaverðbólga sem við í dag virðumst ekki ráða við. Og hverjir greiða fyrir þetta, jú neitendur. Kostnaður neitenda af sofandahætti stjórnvalda +í því að hafa ekkert gert í því að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn er líklega hundruð milljarða króna.
Það er ekki skrýtið þótt Árni Matt tali óljóst. Hann hefur yfirleitt engan skilning á því sem hann er að tala um þegar kemur að störfum og ábyrgð hans í fjármálaráðuneytinu.
Þegar þú notar setningar eins og '...þegar bankarnir skila tugmilljarða hagnaði...". Þá vona ég að þú skiljir það að bankarnir verða að skila tugmilljarða hagnaði vegna þess að þeir eru orðnir það stórir og það er sú krafa sem lánardrottnar þeirra og hluthafar gera til þeirra. Þess vegna er frekar heimskulegt að setja upp þetta samhengi og veldur manni ákveðnum áhyggjum að framkvæmdastjóri þingflokksins og ráðherra fjármála vita greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað þeir eru að tala þegar kemur að hagfræði og fjármálum...
Auðvitað á ríkið ekki að koma siðlausum bönkum og forstjóraræflum þeirra bjargar þegar þeir sjálfir úthluta sér milljarðalaunum og hlunnindum. Frekar á að láta bankana taka sjálfa á erfileikunum með því að selja eignir og lækka laun forstjóranna sem eru ekkert annað en ósómi.
Kæri IG: Þakka þér fyrir athugasemdina, málefnalegur og kurteis að vanda.
Ég skil að vísu ekki alveg hvert þú ert að fara. Uppgjör bankanna var jákvætt fyrir þær sakir að þeir skiluðu hagnaði. Það þýðir m.a. að erlendir fjölmiðlar og greiningaraðilar bregða upp jákvæðari mynd af stöðu mála hér en ella. Þetta hefur allt saman tekist án þess að fara þurfi út í risabjörgunaraðgerðir í þágu bankanna. Í vetur voru fyrirtæki eins og Merill Lynch að stinga upp á því að ríkissjóður myndi borga upp skuldir bankanna næstu þrjú árin til að bjarga þeim, aðgerð sem var metin á nærri 3 þúsund milljarða. Sem betur hefur ekki þurft til þess að koma.
Efling gjaldeyrisvaraforðans er aftur annað mál. Það þurfum við að gera til þess að veita fjármálakerfinu okkar öflugra bakland og stuðning. Til þess er þessi lánsheimild frá því í vor hugsuð en það verður að hafa í huga að forðinn hefur nú þegar verið fjórfaldaður. Aðalmálið er að þetta lán verði tekið á ásættanlegum kjörum og ekki í neinu óðagoti.
Skrifa ummæli