Hópur af fólki á Facebook hefur tekið sig saman og myndað hóp gegn Stefáni Friðrik Stefánssyni og bloggskrifum hans. Ekki sérstökum skrifum eða skoðunum heldur bara almennt gegn honum. Þetta er ömurleg framganga. Það er með öðrum orðum ekki nóg fyrir þetta fólk að bara sleppa því að lesa bloggsíður sem þeim finnst ekki nógu góðar, heldur fer það af stað í persónulegan leiðangur gegn viðkomandi.
Sérstaklega er ósmekklegt að lesa eitt kommentið á þessari síðu. Það skrifar Pietor Solnes og segir: "Mér finnst blogg þessa manns vera frekar ógeðsleg misnotkun við málfrelsið sem við börðumst svo lengi fyrir."
Já, þessi Facebookhópur hefur eflaust barist hetjulega fyrir málfrelsinu með lýðræðisöflunum í Evrópu á 19. öldinni. Sannkallaðar hetjur.
Pietor endar færsluna á eftirfarandi orðum: "Endilega viðrið ykkar hugmyndir hér, ég er tilbúinn í aðgerðir."
Aðgerðir - hvað heldur maðurinn að hann sé?
Ég skil ekki hvað DV.is gengur til að gera sér mat úr þessu sem frétt.
föstudagur, 12. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Þú ert greinilega illa læs, Árni minn. Þetta er lýsingin á hópnum á Facebook:
"Félag fyrir fólk gegn bloggum sem tyggja á sömu hugmyndunum færslu eftir færslu, glósa morgunblaðsgreinar, innihalda efnislítið blaður en komast samt á efstu sæti mest lesnu bloggum landsins. Þetta er komið gott Stefán."
Varla er þarna um að ræða árás á Stefán Friðrik, heldur kannski frekar það sem hann stendur fyrir og hans tegund að bloggi, sem greinilega fer í taugarnar á einhverju fólki.
Ekki svona hörundsár að ástæðulausu kútur...
Nafni, þú ert ókurteis og þessi hópur er ósmekklegur og smár.
Þetta er klár óþokkaskapur, og auðvitað alveg í stíl DV að hampa þessu.
Allgjör óþarfi hjá þessu fólki að auglýsa slíkan vitleysing. :) Þetta er samsæri gegn heilbrigðri skynsemi.
Þetta er nú óþarfa viðkvæmni hjá þér Árni. Það er ekkert heilagt lögmál á bak við málfrelsi...
kv atli már
Mér finnst Stebbi bara alveg ágætur. Þetta eru oft fínar yfirlitsfærslur sem hann skrifar og ég held ekki að meiningin sé að vera frumlegur. Fyndið að aðrir bloggarar séu svekktir yfir því að Stebbi mælist hátt á einhverjum bloggvinsældaskölu. Get a life!
Er ekki Stefán Friðrik að vinna á Eyjunni?
Ég tek undir með þér Árni. Ég átta mig ekki á því hvaða hvatir liggja að baki þessum félagsskap á Facebook.
Ef fólki líkar ekki eitthvað blogg þá einfaldlega fer það ekki inn á það. Einfaldara getur það ekki verið.
Frænka mín, fjórtán ára, fyrir fáeinum árum kom af stað átaki gegn einelti á netinu.
Markmiðið var að fræða krakka í grunnskólum landsins.
Ég velti því fyrir mér hvort ekki þurfi að endurtaka þetta átak, en beina því nú að "fullorðnum"!
Nei, Stefán Friðrik þessi var víst í afleysingum á Eyjunni í sumar en er víst ekki að vinna þar og hefur ekki verið síðan þá.
Annars er ég sammála þessu með eineltið og Stefán - ferlega litlir einstaklingar sem hafa hann á heilanum - og segir meira um þá en hann.
Skrifa ummæli