þriðjudagur, 23. september 2008

Stækkunarstjórinn stendur undir nafni

Kom einhverjum á óvart að stækkunarstjóri ESB myndi telja stækkun sambandsins betri kost en myntsamstarf á grundvelli EES?

Oli Rehn væri ekki að vinna vinnuna sína sem einn af embættismönnum sambandsins ef hann segðist vera opinn fyrir öðrum leiðum en ESB-aðild. Ákvörðun um þetta mál verður tekin á pólitískum vettvangi ekki af embættismönnum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Come on hættiði þessu rugli. Olli Rehn er klárlega ekki hluti af embættismannakerfi ESB. Þetta er finnskur pólitíkus sem er verið að orða sterklega við forsetakjör þar í landi.
Eur án aðildar hefur alltaf verið steindauð og heimskuleg hugmynd þó hún sé 'tæknilega' framkvæmanleg. Það er ömurlegt að sjá Sjálfstæðsmenn draga lappirnar í þessu máli og þrýsta á að vonlausar og vondar hugmyndir séu skoðaðar meðan að almenningur í landinu geldur fyrir.
Grow a pair og losið ykkur við þessa herfilegu arfleið Davíðs svo hægt sé að þróa hagkerfið hérna áfram með eðlilegum hætti án þess að borga milljarðatugi í kostnað á ári út af gjaldmiðli sem er ekki pappírsins virði þegar út fyrir landið er komið. Næst þegar ég sem um laun þá vill ég klárlega fá borgað í einhverjum verðmætum sem hafa eitthvað gildi á flestum stöðum í heiminum og sveiflast ekki upp og niður í verðgildi svo tugum prósenta nemur.

Nafnlaus sagði...

Hvaða rugl er þetta í þér maður? Af því hann er stækkunarstjóri er s.s. hans eina markmið að stækka ESB? Og til þess er hann tilbúinn að ljúga og bulla í íslenskum fjölmiðlum? Jahérna hér.

Maðurinn hefur s.s. umsjón með stækkun ESB, stjórnar stækkun þess. Hann mætir ekki í vinnuna hvern morgun og hugsar: "Jæja, hvaða land get ég nú logið inn í sambandið í dag?"

Árni sagði...

Það er enginn að segja að maðurinn sé að ljúga eða bulla.

Aftur á móti er hann embættismaður hjá sambandinu en ekki stjórnmálamaður.

Sú leið sem verið er að ræða við hann er óhefðbundin og því er ekki óeðlilegt að viðbrögðin hjá honum séu þau að taka þeim fálega.

Hann horfir í fordæmin og venjurnar og segir svo að þetta gangi ekki. Við því var að búast því það eru stjórnmálamennirnir sem segja af eða á um það hvort við eigum kost á þessari leið eða ekki.