Hún er frekar sérkennileg röksemdafærslan í Staksteinum Morgunblaðsins í dag. Þar segir annars vegar að ríkisstjórnin vanvirði þingið með því að moka inn í það of mörgum, stórum og flóknum málum, sem útilokað sé að geti fengið almennilega þinglega meðferð. Og hins vegar að stjórnarandstaðan geri sig að fíflum með því að halda uppi málþófi. Staksteinahöfundur Moggans er því að gagnrýna viðbrögðin við því sem honum finnst sjálfum gagnrýnivert!
Nú eru þessi stóru flóknu mál sem stjórnarandstaðan „mokar inn“ ekki nein hefðbundin lagafrumvörp heldur snúast þau um stjórnarskránna og býsna róttækar breytingar á þeim grundvallarreglum sem stjórnarskráin hefur að geyma.
Það getur ekki talist eðlilegt að þannig breyting sé unnin í hraði og á handahlaupum og fái ekki þinglega meðferð. Ríkisstjórnin fór gegn þeirri hefð sem myndast hefur við stjórnarskrárbreytingar undanfarin ár (þær hafa verið þónokkrar, andstætt því sem margir halda fram) að leita eftir samráði allra flokka við undirbúning og mótun tillagna um breytingar. Reynt hefur verið að vinna málin saman og í sátt. Nú kveður við nýjan tón og það eru stjórnarflokkarnir sem vinna tillögurnar án atbeina stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru 26 talsins, fá að sjá þessar breytingar þegar þær eru fullmótaðar og eru þannig látnir standa frammi fyrir orðnum hlut í þinginu.
Og þá er spurning hvað stjórnarandstaðan á að gera. Miðað við upplegg Morgunblaðsins ætti stjórnarandstaðan helst ekkert að gera, þar sem allir tilburðir til mótmæla gætu fengið þann stimpil á sig að teljast vera málþóf. Þetta er ekki eðlileg og rétt leið sem ríkisstjórnin fer og það er ekkert skrýtið að menn bregðist við þessu með einhverjum hætti, mótmæli og láti það ekki yfir sig ganga að svona grundvallarmál sé keyrt í gegnum þingið á nokkrum dögum, rétt eins og um væri að ræða smávægilega reglugerðarbreytingu sem engu máli skipti.
Í slíkri stöðu hefur stjórnarandstaðan ekki mörg tromp á hendi, önnur en þau að nýta rétt sinn til að ræða mál ítarlega í þinginu og reyna að vekja þannig athygli á hroðvirknislegum vinnubrögðum.
miðvikudagur, 11. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Skemmtilegt að Sjálfstæðismenn séu farnir að halda uppi málþófu nú þegar þeir eru komnir í stjórnarandstöðu. Mig minnir að Sjálfstæðismenn hafi sjálfir notað orð eins og barnaskapur, misnotkun á þingsköpum, sandkassaleikur og ýmsar aðrar upphrópanir þegar þeir voru í ríkisstjórn og málþóf var eina andsvar þáverandi stjórnarandstöðu.
Annars langar mig að hæla þér fyrir að leyfa komment hér á síðunni hjá þér þar sem flestir aðrir sjálfstæðismenn sem eru að blogga þessa dagana virðast illa þola fólk sem ekki er sammála þeim.
Maron - hér er verið að tala um stjórnarskrárbreytingu. Töluvert annað mál en t.d. Vatnalög. En það má minna á að um þau var nú samt samið þannig að þau tækju ekki gildi fyrr en eftir kosningar. Sjálfstæðismenn voru ekki verri en það.
Árni - þið eigið hrós skilið fyrir að standa í báðar lappir með þetta. Það er sturlað að vita til þess að í neyðarástandi ætli þessi ríkisstjórn að reyna keyra í gegn veigamiklar breytingar á stjórnskipun ríkisins. Þetta er eiginlega ótrúlegt ástand, ekki gefast upp þótt fjölmiðlar muni hamast á ykkur og vinstrimenn á blogginu.
BET88 | TABBERBET
BET88. Sport, Online Betting, Games, Odds, Sportsbook, Live Bet, Poker, Online Horse rb88 Racing fun88 soikeotot Bet88 Sport, Online Betting, Games, Odds, Sportsbook, Live dafabet Bet
Skrifa ummæli