mánudagur, 18. ágúst 2008

Hjátrúin er sterk

Ég tel mig verða að horfa á landsleikinn við Egypta í nótt. Ég náði ekki að horfa á fyrsta leikinn gegn Rússum, sem við unnum. Ég náði ekki heldur leiknum við Þjóðverjana sem vannst einnig og í kjölfarið taldi ég mér trú um að í því fælist ákveðin heppni fyrir landsliðið að ég horfði ekki á leikina.

Þessi stefna mín beið mikið skipbrot í leiknum gegn S-Kóreumönnum, sem ég horfði að sjálfsögðu ekki á og taldi okkar menn nokkuð vísa með sigur. Hið ótrúlega gerðist aftur á móti að við töpuðum. Nú var ég orðinn hálfringlaður og endaði með því að horfa á lokakaflann gegn Dönum - sem endaði með jafntefli!

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að möguleikar Ísland aukist töluvert ef ég horfi á leikinn við Egypta. Mun að sama skapi að sjálfsögðu taka á mig tapið ef illa fer.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Tölfræðin er samt þessi:

Leikir sem að þú horfir ekki á: Tveir sigrar, eiyy tap.

Leikir sem að þú horfðir á:
Tvö jafntefli.

Ég leyfi mér að halda hinu gagnstæða fram, þ.e. að þú ættir ekki að horfa á restina af mótinu, svona til þess að vera öruggur um sigurlíkur íslenska landsliðsins ;)

Unknown sagði...

Átti að sjálfsögðu að standa Tveir sigrar, eitt tap í síðustu athugasemd