mánudagur, 9. mars 2009

413 vs. 135

Merkilegt að sjá hvernig hinir flokkarnir á þingi brugðust við tilboði Þorgerðar Katrínar um að láta mál sem varða fjölskyldur og atvinnulíf fá forgang á dagskrá þingsins í dag. Hver stjórnarliðinn á fætur öðrum steig í pontu til þess að snúa út úr þessu og halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn væri með málþóf sem er orðin algengasta afsökunin á stjórnarheimilinu til að breiða yfir vandræðaganginn hjá ríkisstjórn sem telur það tvö af brýnustu málunum um þessar mundir vera að breyta kosningalögum og verja einum og hálfum milljarði í stjórnlagaþing.

Annars var ræðan hjá Siv Friðleifsdóttur athyglisverðust. Hún sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn eins og VG í stjórnarandstöðu. Til fróðleiks má benda á að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa á þessum þingvetri talað í samanlagt færri mínútur en þingmenn VG. Þingflokkurinn sjálfstæðismanna telur aftur á móti 26 þingmenn (25 reyndar lengst af) en í þingflokki VG eru níu þingmenn. 

Ef þetta er reiknað yfir í meðalmínútufjölda á þingmann þá hafa þingmenn VG talað að meðaltali í 413 mínútur á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað að meðaltali í 135 mínútur!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Sæll Árni

Úff. slæmt er það. Þegar maður hélt að þitt fólk ætlaði sér að sýna þá hegðun á þingi, sem íbúar þessara þjóðar þurfa nú á að halda, þá dettur þitt sama fólk í sama þroskagír og börnin á meðal "guludeid".
Árni þetta er hreint ekki boðlegt að horfa uppá þetta eins og showið var í kvöld.
Flest allir sem ekki voru með fjarveru "ræddu þetta mikivæga mál" um séreignar og lífeyrisréttindi.
Og svo ég tali nú ekki upphlaupin um störf þingforseta.
Greinilegt að það er ekki orð marktakandi á því sem þitt fólk tala um "ábyrgð og vinna fyrir fólkið í landinu"
Býð spenntur eftir að komast í tæri við þitt fólk á kosningafundi þegar dregur nær kosningum
Svona framkoma er geymd en ekki gleymd.

Virðingafyllst