miðvikudagur, 25. mars 2009

Jóhanna er með svarið

Vinnubrögð og aðdragandi frumvarps ríkisstjórnarinnar um persónukjör hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu. Ég nefni helstu atriðin í gagnrýninni:
  • Ríkisstjórnin var mynduð til að vinna að brýnum og nauðsynlegum málum í þágu heimila og fyrirtækja, ekki tilraunastarfsemi með kosningalögin
  • Töluvert af þingmönnum innan stjórnarflokkanna höfðu miklar efasemdir um þetta frumvarp og tímasetningu þess, m.a. þar sem menn höfðu eytt miklu púðri í prófkjörsbaráttu
  • Undirbúningur að vinnslu frumvarpsins hófst í febrúarbyrjun, þegar innan við þrír mánuðir voru til kosninga
  • Útlit var fyrir að frumvarpið hefði verið samþykkt sem lög 3-4 vikum fyrir kjördaginn sjálfan þegar flokkarnir voru allir búnir með sín prófkjör
  • Í tilmælum og viðmiðunum ÖSE og Evrópuráðsins um framkvæmd kosninga og eðlileg vinnubrögð í aðdraganda þeirra eru breytingar á kosningalögum eitt af því sem varað er stórlega við
  • Evrópuráðið talar raunar um að góð viðmiðunarregla sé að hreyfa ekki við kosningalögum ári fyrir kjördag
  • Þessar tilraunir ríkisstjórnarinnar til að krukka í leikreglunum rétt fyrir kosningar eru ein af ástæðum þess að ÖSE (sem er venjulega að fylgjast með framkvæmd kosninga í löndum sem þverbrjóta allar reglur lýðræðisins) hefur ákveðið að senda hóp eftirlitsmanna til að fylgjast með kosningunum hérna heima og framkvæmd þeirra

Engin af þessum ástæðum virtist hins vegar vega neitt sérstaklega þungt í huga forsætisráðherra þegar hún flutti þau tíðindi í gær að frumvarpið yrði ekki að lögum.

Hver var þá ástæðan?

Jú, Sjálfstæðisflokkurinn - hann eyðilagði þetta mál!

1 ummæli:

Bjarki Gunnar Halldórsson sagði...

Sæll.

Ágætir puntar og á margan hátt sammála þeim. Ríkisstjórnin hefði aðeins mátt róa sig í þessum pælingum.

Annars held ég að ÖSE hafi mun víðtækari áhyggjur en þær er beinast að mögulegum kosningalagabreytingum. Held að öll spillingin sem átt hefur sér stað hér á landi sé næg ástæða til að koma og fylgjast aðeins með kosningum.

Kv. Bjarki.